Lífið

Fósturbörn: Gæti ekki horft á önnur börn upplifa það sama

Samúel Karl Ólason skrifar
Emilía Maidland var flutt á vistheimili þegar hún var ung. Þá tók við ráp fram og til baka á milli vistheimilisins, sem er eins konar skammtímalausn, aftur heim, aftur á heimilið, aftur heim og koll af kolli.
Emilía Maidland var flutt á vistheimili þegar hún var ung. Þá tók við ráp fram og til baka á milli vistheimilisins, sem er eins konar skammtímalausn, aftur heim, aftur á heimilið, aftur heim og koll af kolli.

„Það var ofbeldi á heimilinu. Mikil drykkja og fjölskyldan mín gerði í rauninni heldur ekki neitt sem mér finnst ennþá svolítið skrítið í dag. Ég veit ekki hvort að ég hefði getað horft á krakka upplifa það sem ég hef þurft að upplifa.“

Þetta segir Emilía Maidland sem var flutt á vistheimili þegar hún var ung. Einungis ellefu ára gömul gekk hún út af heimili sínu. Þá tók við ráp fram og til baka á milli vistheimilisins, sem er eins konar skammtímalausn, aftur heim, aftur á heimilið, aftur heim og koll af kolli. 

Fósturbörn í umsjón Sindra Sindrasonar fór í loftið á þriðjudagskvöld. Um er að ræða sjö þátta seríu en fyrsti þáttur vakti mikla athygli. Í þáttaröðinni heyrum við sögur barna sem tekið hafa verið í fóstur, kynforeldra sem misst hafa börn inn í kerfið, fósturforeldra sem tekið hafa ókunnug börn að sér, verðandi fósturforeldra og kynnumst barnaverndarkerfinu frá A til Ö.

Sindri ræddi við Emilíu og félagsráðgjafa sem hefur sinnt henni frá árinu 2008.

Næsti þáttur er á þriðjudag klukkan 20:30 á Stöð 2 en hér að neðan má sjá brot úr fyrsta þættinum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.