Innlent

Borgin úthlutar lóðum fyrir 530 íbúðir

Atli Ísleifsson skrifar
Lóðin við Stakkahlíð.
Lóðin við Stakkahlíð. Reykjavíkurborg

Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti í dag úthutun fyrir 530 íbúðir. Lóðirnar sem um ræðir eru við Stakkahlíð og Nauthólsveg.

Þetta kemur fram í frétt á vef Reykjavíkurborgar. Þar segir jafnframt að samtals hafi lóðum verið úthlutað fyrir 1.435 íbúðir það sem af er ári.

„Við Stakkahlíð fá Byggingarfélag námsmanna byggingarrétt á 100 íbúðum fyrir stúdenta og Samtök eldri borgara byggingarrétt fyrir 60 íbúðir fyrir aldraða. Á Nauthólsvegi mun Háskólinn í Reykjavík byggja 370 íbúðir fyrir stúdenta.

Byggingarréttur fyrir 1.435 íbúðir á þessu ári

Í listanum hér fyrir neðan er yfirlit yfir úthlutun byggingarréttar á þessu ári:

 • Stakkahlíð: Byggingarfélag námsmanna  - 100 íbúðir fyrir stúdenta
 • Stakkahlíð: Samtök aldraðra - 60 íbúðir fyrir aldraða
 • Nauthólsvegur:  Háskólinn í Reykjavík - 370 íbúðir fyrir stúdenta
 • Reynisvatnsás: Einstaklingar -  22 lóðir fyrir einbýlishús
 • Hallgerðargata: Brynja - 37 íbúðir
 • Hallgerðargata: Bjarg - 63 íbúðir
 • Hraunbær 103 A: Dverghamrar - 60 íbúðir
 • Keilugrandi 1: Búseti - 78 íbúðir
 • Móavegur 2 – 4:  Bjarg - 156 íbúðir
 • Nýlendugata 34: Reir ehf. - 7 íbúðir
 • Urðarbrunnur 130 – 134: Bjarg - 44 íbúðir
 • Urðarbrunnur 33 – 35:  Bjarg - 32 íbúðir
 • Vesturbugt: Vesturbugt ehf. - 176 íbúðir
 • Eggertsgata: Félagsstofnun - Stúdenta - 230 íbúðir,“ segir í tilkynningunni.

Skipulagsmynd af Stakkahlíð Reykjavíkurborg.
Stúdentaíbúðirnar við Nauthólsveg. Reykjavíkurborg.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.