Erlent

Trump hindrar aðgengi að getnaðarvörnum

Þórdís Valsdóttir skrifar
Nú geta atvinnurekendur neitað að greiða fyrir getnaðarvarnir starfsmanna sinna ef þeir segja það stríða gegn trúarskoðunum sínum eða siðvitund.
Nú geta atvinnurekendur neitað að greiða fyrir getnaðarvarnir starfsmanna sinna ef þeir segja það stríða gegn trúarskoðunum sínum eða siðvitund. Vísir/getty
Ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, ætlar að hindra aðgengi kvenna að getnaðarvörnum.

Undir stjórn Baracks Obama, fyrrum Bandaríkjaforseta, var komið á laggirnar reglu sem kvað á um skyldu atvinnurekenda til að greiða fyrir getnaðarvarnir fyrir starfsmenn sína.

Samkvæmt nýjum úrskurði ríkisstjónar Trump mega vinnuveitendur neita því að útvega starfsmönnum sínum getnaðarvarnir ef það stríðir gegn trúarskoðunum eða siðvitund atvinnurekandans.

55 milljónir kvenna í Bandaríkjunum nutu góðs af reglu Obama sem skyldaði atvinnurekendur til að útvega getnaðarvarnir. Þessi regla var ein af hornsteinum Obamacare, heilbrigðis- og sjúkratryggingakerfi Bandaríkjanna.

Meirihluti almennings studdi regluna, en samkvæmt könnunum voru um 68 prósent almennings fylgjandi því að atvinnurekendur greiddu fyrir getnaðarvarnarlyf.

Breytingarnar taka gildi strax

Þessar breytingar taka gildi strax. Ríkisstjórnin sagði að mikið lægi á því að breyta tilskipuninni, meðal annars vegna þess að með því að greiða fyrir getnaðarvarnir væri verið að ýta undir „varasama kynferðislega hegðun“ unglingsstúlkna og ungra kvenna.

Undir stjórn Obama voru ákveðnar undantekningar frá reglunni, þar á meðal fyrir kirkjur, moskur og sýnagógur. Ef atvinnurekendur hyggðust ekki ætla að fylgja reglunni þá var þó skylda að tilkynna það til stjórnvalda. Nú er hins vegar búið að afnema tilkynningarskylduna og þannig auðvelda atvinnurekendum að komast undan því að greiða fyrir getnaðarvarnir starfsmanna.

 

 

 

 

 


Tengdar fréttir

Repúblikönum mistókst að koma Obamacare fyrir kattarnef

Þrír þingmenn repúblikana greiddu atkvæði gegn því að afnema Obamacare-heilbrigðistryggingalögin ásamt öllum þingflokki demókrata í gærkvöldi. Niðurstaðan er mikill ósigur fyrir Repúblikanaflokkinn sem hefur lagt ofuráherslu á málið í fjölda ára.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×