Fótbolti

Albert og Rúnar lögðu báðir upp mark

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Albert á bekknum hjá PSV. Hann sat þar ekki allan leikinn í kvöld og nýtti sinn tíma vel.
Albert á bekknum hjá PSV. Hann sat þar ekki allan leikinn í kvöld og nýtti sinn tíma vel. vísir/getty
Albert Guðmundsson fékk í kvöld sínar fyrstu alvöru mínútur með hollenska liðinu PSV og nýtti þær vel.

Þetta var annar leikur Alberts með aðalliðinu en síðast kom hann inn á 90. mínútu. Núna var honum skipt inn af bekknum 64. mínútu í bikarleik gegn Putten.

Aðeins 15 mínútum síðar var hann búinn að leggja upp mark í 0-4 sigri PSV.

Rúnar Már Sigurjónsson var í liði Grasshopper í kvöld og lagði upp mark í 2-2 jafntefli gegn Thun.

Rúnar Már lagði upp fyrsta mark leiksins fyrir Emil Bergström. Grasshopper komst tvisvar yfir í leiknum en Thun gaf sig ekki og sótti stig. Þetta var mikilvægur slagur í kjallaranum en Thun var í næstneðsta sæti deildarinnar fyrir leikinn og Grasshopper í sætinu þar fyrir ofan.

Rúnar Már fór af velli á 68. mínútu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×