Fótbolti

Tevez: Kínverski boltinn er 50 árum á eftir þeim bestu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Carlos Tevez hefur gert lítið af viti síðan hann kom til Shanghai.
Carlos Tevez hefur gert lítið af viti síðan hann kom til Shanghai. vísir/getty
Carlos Tevez, launahæsti leikmaður heims, kemst ekki í liðið hjá Shanghai Shenhua í kínversku ofurdeildinni vegna þess að hann er of þungur.



Tevez lét það ekki stoppa sig í að gagnrýna kínverskan fótbolta í viðtali við franska sjónvarpsstöð.

„Í S-Ameríku og Evrópu læra leikmenn að spila fótbolta þegar þeir eru krakkar en ekki hér. Leikmennirnir eru því ekki með góða tækni,“ sagði Tevez.

„Fótboltinn hérna er allt öðruvísi. Og ég held að hann nái ekki sömu hæðum og hjá bestu þjóðunum, ekki einu sinni eftir 50 ár,“ bætti Argentínumaðurinn við.

Tevez hefur ekki átt góðu gengi að fagna með Shanghai en hann hefur aðeins skorað þrjú mörk í 13 leikjum fyrir félagið. Hann fær hins vegar 650.000 pund í laun á viku og getur því ekki verið of ósáttur við lífið í Kína.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×