Fótbolti

Átján ára og tilnefnd fyrir bæði mark ársins og að vera sú besta í heimi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Deyna Castellanos.
Deyna Castellanos. Vísir/Getty
Deyna Castellanos þekkja kannski ekki margir en það gæti breyst því þessi knattspyrnukona er komin í hóp bestu knattspyrnukvenna heims og gæti orðið næsta stórstjarna í boltanum.

Deyna Castellanos er aðeins átján ára gömul og spilar með Florida State liðinu í bandaríska háskólaboltanum auk þess að vera leikmaður með landsliði Venesúela. Íslensku

FIFA gat það út í dag hverjir koma til greina fyrir árleg verðlaun Alþjóðaknattspyrnusambandsins fyrir besta knattspyrnufólk heims.

Deyna Castellanos, sem er fædd í apríl árið 1999, var tilnefnd sem besta knattspyrnukona ársins ásamt þeim Lieke Martens frá Hollandi og Carli Lloyd frá Bandaríkjunum.

Lieke Martens var kosin besti leikmaður EM í sumar þar sem hún varð Evrópumeistari með hollenska landsliðinu en hin bandaríska Carli Lloyd vann þessi verðlaun í fyrra.



Deyna Castellanos sló í gegn á HM 17 ára landslið Venesúela í fyrra og milli tímabila hjá Florida State þá lék hún með Santa Clarita Blue Heat í United Women's Soccer deildinni í Bandaríkjunum.

Castellanos var kosin leikmaður ársins í United Women's Soccer deildinni og hefur síðan skorað 9 mörk í 8 leikjum með Florida State á nýju tímabili í bandaríska háskólaboltanum.

Íslensku landsliðskonurnar Dagný Brynjarsdóttir, Berglind Björg Þorvalsdóttir og Elín Metta Jensen spiluðu allar með Florida State á sinum tíma.

Deyna Castellanos var þó ekki aðeins tilnefnd sem besta knattspyrnukona heims því hún skoraði líka eitt af mörkum ársins. Mark hennar með 17 ára landsliði Venesúela kemur til greina fyrir Puskas-verlaunin í ár.





Puskas-verðlaunin eru fyrir flottasta mark ársins og eru tíu glæsileg mörk tilnefnd. Deyna Castellanos er sú eina sem kemur til greina á báðum stöðum. Það er hægt að skoða mörkin og kjósa hér



Það kemur hinsvegar ekki mikið á óvart að þeir Cristiano Ronaldo, Lionel Messi og Neymar eru tilnefndir sem besti leikmaður heims í karlaflokki í ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×