Enski boltinn

Jón Daði kom af bekknum og tryggði Reading stig

Dagur Lárusson skrifar
Jón Daði í leik með Íslandi
Jón Daði í leik með Íslandi Vísir/getty
Aron Einar Gunnarsson var í byrjunarliði Cardiff þegar liðið sigraði lið Sunderland á Stadium of Light en leiknum var að ljúka rétt í þessu líkt og nokkrum öðrum leikjum.

Það var Craig Bryson sem kom gestunum yfir snemma leiks en Sunderland fékk víti á 53. mínútu sem Lynden Gooch skoraði úr.

Gestirnir fengu síðan vítaspyrnu á 73. mínútu. Á punktinn steig Joe Ralls og tryggði hann Cardiff sigurinn.

Brentford unnu sterkan útísigur á Bolton, Wolves unnu 2-1 sigur á Barnsley, Derby og Birmingham skildu jöfn 1-1 og það gerðu einnig Fulham og Middlesbrough. Leeds United unnu nauman sigur á Ipswich 3-2 á meðan Norwich og Bristol gerðu 0-0 jafntefli en Hörður Björgvin sat allan leikinn á varamannbekknum hjá Bristol. Preston og Milwall gerðu markalaust jafntefli og það gerðu QPR og Burton Albion einnig.

Í leik Reading og Hull City byrjaði Jón Daði Böðvarsson á varamannbekknum hjá Reading en hann átti heldur betur eftir að koma við sögu. Það var Fraizer Campell sem koma gestunum yfir á 28. mínútu og þannig var staðan í leikhlé. Allt virtist stefna í sigur Hull en þá kom Jón Daði inná og skoraði jöfnunarmark Reading og tryggði þeim eitt stig.

Eftir leiki dagsins er Cardiff komið upp í 3.sæti deildarinnar með 20 stig, Bristol er í 8. sæti með 14 stig og Reading í 18. sæti með 9 stig.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×