Íslenski boltinn

Fylkir meistari eftir sigur á ÍR

Fylkismenn fagna.
Fylkismenn fagna. Vísir/vilhelm
Sex leikjum var að ljúka í síðustu umferð Inkasso deildinnarinnar og þar á meðal viðureign nágrannaliðanna Þróttar og Fram á Laugardalsvelli. Það var einnig mikil spenna á toppi deildarinnar en bæði Fylkir og Keflavík gátu staðið uppi sem deildarmeistarar.

Það voru Þróttarar sem voru með öll völdin í þessum leik og unnu þeir sannfærandi 4-0 sigur og voru það Hreinn Ingi, Viktor Jónssons, Ólafur Hrannar og Sveinbjörn Jónasson sem að skoruðu mörkin.

Fylkir sem að tryggðu sér sæti í Pepsi deildinni á næsta tímabili fengu ÍR í heimsókn. Eftir markalausan fyrri hálfleik komu gestirnir sterkir inn í seinni hálfleikinn og náðu þeir forystunni á 53. mínútu og var þar á ferðinni Sergine Modoue Fall.

Fylkismenn voru ekki lengi að jafna metin því aðeins 12 mínútum seinna skoraði Hákon Ingi Jónasson en hann hefur verið iðinn við kolann í sumar. Það var síðan Emil Ásmundsson sem tryggði Fylki stigin þrjú á síðustu mínútu venjulegt leiktíma. Fylkir þurfti að vonast til þess að úrslitin á Kópavoginum myndu hagnast sér til þess að verða deildarmeistarar.

Á Selfossi áttu heimamenn sterkan sigur gegn Haukum sem töpuðu stór fyrir Fylki í síðustu umferð, Leiknir bar sigurorð á Gróttu í Breiðholtinu 2-1 og fyrir austan  vann Þór góðan útisigur á Leikni F. 3-0.

 

Topplið Keflavíkur fór í heimsókn í Kópavoginn og mættu þar HK. Það voru gestirnir sem að náðu forystunni á 14. mínútu með marki frá Leonard Sigurðarssyni en Eiður Gauti Sæbjörnsson jafnaði fyrir HK rétt fyrir leikhlé.

Það var síðan Bjarni Gunnarsson sem að tryggði HK-ingum stigin þrjú á 72. mínútu sem að þýðir að Keflavík misstu 1.sætið til Fylkismanna og því eru það Fylkismenn sem að eru deildarmeistarar í Inkasso deildinni árið 2017. Grótta og Leiknir F. voru stigalægstu liðin í sumar og fara þau niður í 2.deild.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×