Lífið

Colin Firth fær ítalskan ríkisborgararétt

Anton Egilsson skrifar
Colin Firth er giftur ítalskri konu.
Colin Firth er giftur ítalskri konu. Vísir/AFP
Breski leikarinn Colin Firth fékk í gær ítalskan ríkisborgararétt en orðrómur hefur verið á kreiki um það í einhvern tíma að kappinn hyggðist sækjast eftir ríkisborgararétt í landinu. The Guardian greinir frá þessu.

Hinn 57 ára gamli Firth, sem er eflaust þekktastur fyrir leik sinn í myndinni King‘s Speech, er vel kunnur Ítalíu en eiginkona hans, kvikmyndaframleiðandinn Livia Giuggioli, er ítölsk. Deila þau tíma sínum á milli Ítalíu og London en Firth talar fullkomna ítölsku og veigrar sér ekki við að veita viðtöl á því tungumáli.

Sá orðrómur hafði verið á kreiki í töluverðan tíma að Firth hyggðist sækja um ítalskan ríkisborgararétt. Er það sagt vera andsvar hans við útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu en hann hefur gagnrýnt hana harðlega.

Af tilkynningu frá ítalska innanríkisráðuneytinu má ráða að mikil lukka sé með þennan nýjasta ríkisborgara landsins.

„Hinn heimsfrægi leikar er giftur ríkisborgara landsins og hefur oft greint frá ást sinni á landinu okkar.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×