Körfubolti

Njarðvík fær bandarískan liðstyrk

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Erika er nýjasti leikmaður Njarðvíkur
Erika er nýjasti leikmaður Njarðvíkur Mynd/Njarðvík
Njarðvíkingar hafa fengið Eriku Williams til liðs við sig fyrir komandi átök í Dominos deild kvenna í körfubolta.

Williams kemur frá Bandaríkjunum og er nýútskrifuð frá CSU Bakersfield háskólanum í Kaliforníu. Hún spilar sem bakvörður eða framherji og var með 12,3 stig og 4,8 fráköst að meðaltali í leik í vetur.

Hallgrímur Brynjólfsson segist í tilkynningu frá körfuknattleiksdeild Njarðvíkur vera ánægður með Eriku, en hún er væntanleg til landsins á næstu dögum.

„Þetta er leikmaður sem getur hlaupið í nokkrar stöður innan liðsins og mikill íþróttamaður svo við bindum vonir við að hún geti hjálpað okkar unga liði að vaxa og dafna enn frekar.“

Njarðvíkingar taka á móti Skallagrími í fyrstu umferð deildarinnar þann 4. október næstkomandi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×