Enski boltinn

PlayStation svaraði Mourinho

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mourinho draugfúll í rigningunni í gær.
Mourinho draugfúll í rigningunni í gær. Vísir/Getty
Jose Mourinho var ekki ánægður með sína menn í Manchester United þrátt fyrir 3-0 sigur liðsins á Basel í Meistaradeild Evrópu í gær.

Frammistaða United var sannfærandi í leiknum og sigurinn aldrei í hættu. En Mourinho kvartaði undan kæruleysi sinna mann eftir að liðið komst í 2-0 forystu.

„Við hættum að taka leikinn alvarlega og hættum að taka réttar ákvarðanir,“ sagði Mourinho. „Við hefðum getað komið okkur í klandur. Við vorum að spila „fantasy football“, PlayStation-fótbolta. Ég er ekki hrifinn af því með tilheyrandi brögðum og tilþrifum.“

Forráðamenn tölvuleikjarisans í  Bretlandi sáu sér um leið leik á borði og svöruðu Mourinho á Twitter-síðu sinni, líkt og sjá má hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×