Lífið

Dægurlagaperlurnar slógu í gegn hjá landsmönnum

Guðný Hrönn skrifar
Sigga Beinteins, Jógvan Hansen og Guðrún Gunnarsdóttir syngja saman á tónleikunum Við eigum samleið.
Sigga Beinteins, Jógvan Hansen og Guðrún Gunnarsdóttir syngja saman á tónleikunum Við eigum samleið. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
Sigríður Beinteinsdóttir, Guðrún Gunnarsdóttir og Jógvan Hansen hafa haldið tónleikana Við eigum samleið hátt í 30 sinnum. Upphaflega var planið að halda tónleikana nokkrum sinnum en fleiri og fleiri tónleikar hafa bæst við vegna mikillar eftirspurnar. Næstu tónleikar verða föstudaginn 22. september. „Við hættum aldrei, þetta er svo gaman,“ segir söngvarinn Jógvan og hlær.

Þríeykið áætlar að um 8.000 manns hafi komið á tónleikana hingað til.

„Þeir innihalda mikið grín, gleði og söng og margir sem hafa séð þá hafa komið í annað sinn,“ segir Sigga.

Spurður út í lögin sem þau taka á tónleikunum segir Jógvan: „Þetta er eldri tónlist. Klassískar dægurlagaperlur. En fyrir mér er þetta allt ungt og nýtt því þetta eru mikið lög sem ég þekki ekki og hef aldrei heyrt áður. Ég þurfti því að læra mikið frá grunni,“ útskýrir Jógvan sem er frá Færeyjum.

„Þetta var auðvitað hugmynd Siggu og Guðrúnar og svo buðu þær mér að vera með, sem er mjög gaman. Hópurinn virkar svo vel saman.“ Þess má geta að Karl Olgeirsson spilar á flygil, Vignir Snær Vignisson á gítar og Róbert Þórhallsson er á bassa á tónleikunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×