Innlent

Hiti gæti náð 22 stigum á Norðausturlandi í dag

Birgir Olgeirsson skrifar
Frá Húsavík, þar sem gæti orðið fremur hlýtt í dag.
Frá Húsavík, þar sem gæti orðið fremur hlýtt í dag. Vísir/GVA
Það má búast við allt að 22 stiga hita á norðaustanverðu landinu í dag. Þetta kemur fram í veðurspá Veðurstofu Íslands en þar segir að mjög hlýr loftmassi sé yfir landinu sem ættaður er langt sunnan úr höfum. Það útskýri háar hitatölur í dag og í gær.

Gert er ráð fyrir rigningu vestan til á landinu eftir hádegi og má þar búast við hvössum vindstrengjum við fjöll, sér í lagi á norðanverðu Snæfellsnesi. Sunnan áttin verður hins vegar hægari á Norður og Austurlandi þar sem gæti sést til sólar um tíma í dag og hiti farið yfir 20 stig þegar best lætur.

Á morgun (mánudag) hefur vindurinn gefið eftir um allt land, þá er spáð suðaustan 5-10 m/s. Væta með köflum nokkuð víða, en hann hangir þurr að mestu norðaustanlands og þar verður hlýjast, eða 16-17 stig.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag:

Suðlæg eða breytileg átt 3-8. Rigning eða skúrir í flestum landshlutum. Hiti 8 til 14 stig.

Á miðvikudag:

Norðaustlæg eða breytileg átt 5-10 og rigning um mest allt land. Hiti 7 til 12 stig.

Á fimmtudag:

Suðlæg átt og léttir til N- og A-lands, en skúrir á SV- og V-landi. Hiti breytist lítið.

Á föstudag:

Austan 5-10 og dálítil rigning við S-ströndina, annars hægari og bjart með köflum. Hiti 7 til 12 stig að deginum.

Á laugardag:

Útlit fyrir hvassa suðaustanátt með rigningu. Hiti 10 til 16 stig.


Tengdar fréttir

23,4°C á Seyðisfirði í dag

Hlýtt hefur verið á landinu í dag og í gær. HItinn fór mest í 23,4°C á Seyðisfirði í dag en það er hærri hiti en hefur mælst í Reykjavík í allt sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×