Innlent

Byggingarleyfi á ný fellt úr gildi fyrir hótel á Vegamótastíg

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Hús sem áður stóð á Vegamóta­­stíg 9 var flutt í burtu fyrr á þessu ári.
Hús sem áður stóð á Vegamóta­­stíg 9 var flutt í burtu fyrr á þessu ári. vísir/vilhelm
Úrskurðarnefnd um umhverfis- og auðlindamál hefur fellt úr gildi byggingarleyfi fyrir hótel á lóðunum Vegamótastíg 7 og 9.

Þetta er í annað skipti á þessu ári sem nefndin fellir byggingarleyfi hótelsins úr gildi.

Í lok mars komst nefndin að þeirri niðurstöðu að fjöldi hæða í byggingunum á lóðunum og notkun kjallararýmis færi gegn gildandi deiliskipulagi. Nýtt byggingarleyfi var samþykkt í maí.

Kærendur telja að nýtingarhlutfall hinna nýju bygginga sé of mikið ogþá telja þeir líkur á að mikið ónæði verði af veitingastað sem fyrirhugaður er á hótelinu.

Í ákvörðun úrskurðarnefndarinnar nú var komist að þeirri niðurstöðu, aftur, að fjöldi fyrirhugaðra bílastæða fyrir hreyfihamlaða væri ekki í samræmi við þann lágmarksfjölda sem gerð er krafa um í byggingarreglugerð.

Þá var talið að bílakjallari hússins, sem er á tveimur hæðum, bætti auka hæð við húsið. Leyfi hafði verið gefið út fyrir fimm hæða hóteli en neðri bílakjallarinn bætti í raun við sjöttu hæðinni. Það var talið óheimilt og því var ákvörðun byggingarfulltrúans felld úr gildi. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×