Enski boltinn

Hægt að veðja á látinn mann sem næsta knattspyrnustjóra Birmingham

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Fótboltaheimurinn minntist Ehiogu í vor
Fótboltaheimurinn minntist Ehiogu í vor Vísir/getty
Enski veðbankinn Paddy Power setti 66/1 líkur á að hinn látni Ugo Ehiogu taki við starfi Harry Redknapp sem stjóri Birmingham City.

Redknapp var rekinn frá Birmingham á laugardaginn, en liðið er í næst neðsta sæti ensku 1. deildarinnar eftir átta leiki og hafa aðeins unnið einn leik.

Ehiogu spilaði yfir 200 leiki fyrir Aston Vill á ferli sínum, jafnframt því að vera sjö ár í herbúðum Middlesbrough. Hann lést fyrir aldur fram í apríl síðast liðinn í kjölfar hjartaáfalls, þá aðeins 44 ára.

Talsmenn Paddy Power hafa beðist afsökunar á þessu, og segja þetta hafa verið mistök.

„Þetta voru heiðarleg mistök. Starfsmaður notaðist við gamalt vinnuskjal til stuðnings við þetta og tók ekki eftir að Ehiogu væri þar á meðal manna,“ segir í yfirlýsingu frá fyrirtækinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×