Íslenski boltinn

Kristján Ómar tekur við Haukum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kristján Ómar var nálægt því að koma Álftanesi upp í 3. deildina í sumar.
Kristján Ómar var nálægt því að koma Álftanesi upp í 3. deildina í sumar. vísir/valli
Kristján Ómar Björnsson hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs Hauka í fótbolta. Fótbolti.net greinir frá.

Kristján Ómar tekur við starfinu af Stefáni Gíslasyni sem hættir eftir tímabilið.

Kristján Ómar, sem er 36 ára, lék lengi með Haukum og hefur auk þess þjálfað samfleytt hjá félaginu síðan 2005.

Í sumar þjálfaði Kristján Ómar Álftanes í 4. deildinni og var nálægt því að koma liðinu upp í 3. deild.

Haukar sitja í 6. sæti Inkasso-deildarinnar þegar ein umferð er eftir.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×