Íslenski boltinn

Sjáðu mörkin sem björguðu Víkingum frá falli | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Víkingur R. tryggði sér áframhaldandi sæti í Pepsi-deild karla með 1-3 útisigri á Víkingi Ó. í gær. Leikurinn átti upphaflega að fara fram á sunnudaginn en var frestað vegna veðurs.

Geoffrey Castillion skoraði tvívegis fyrir Fossvogsliðið. Hollendingurinn hefur nú skorað fjögur mörk í síðustu tveimur leikjum Víkinga og níu mörk alls í sumar.

Castillion kom Víkingum yfir á 26. mínútu eftir sendingu frá Davíð Erni Atlasyni.

Aleix Egea Acame, varnarmaður Ólsara, skoraði sjálfsmark og kom gestunum í 0-2 á 63. mínútu en aðeins mínútu síðar minnkaði Pape Mamadou Faye muninn í 1-2. Castillion kláraði svo dæmið með marki úr vítaspyrnu á 78. mínútu.

Víkingar eru eftir sigurinn í 7. sæti deildarinnar en Ólsarar eru í því ellefta og næstneðsta sætinu þegar tvær umferðir eru eftir.

Mörkin úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×