Sport

Mayweather: Ég fer í heimsmetabókina fyrir þetta rán

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Bankaræninginn Mayweather mættur til starfa.
Bankaræninginn Mayweather mættur til starfa. vísir/getty
Það vakti athygli heimsins að Floyd Mayweather skildi koma í hringinn til Conor McGregor með grímu eins og bankaræningi.

Það var ástæða fyrir því. Hann taldi sig vera að fremja rán með því að moka inn stjarnfræðilegum peningum á því að slást við MMA-mann sem hafði aldrei barist sem atvinnumaður í hnefaleikum.

„Ég fer í heimsmetabókina fyrir þetta rán,“ skrifaði Mayweather við mynd af sér á Instagram þar sem hann er með grímuna.

Það er líka ýmislegt til í því hjá honum. Hann er nefnilega kominn í mjög sérstakan félagsskap með íþróttamönnum sem hafa þénað yfir milljarð dollara á ferlinum.

Mayweather var búinn að taka inn um 700 milljónir dollara fyrir bardagann gegn Conor McGregor og er sagður fá á endanum um 300 milljónir dollara fyrir bardagann gegn Conor.

Aðeins tveir aðrir íþróttamenn hafa komist yfir milljarðinn en það eru Michael Jordan og Tiger Woods.

I'm going in the Guinness Book of World Records for that heist. @philippplein78 #TMT #TBE Photo credit: @idriserba

A post shared by Floyd Mayweather (@floydmayweather) on

MMA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×