Innlent

Uppsagnir hjá Kynnisferðum

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Hækkandi launakostnaður og aukin gjaldtaka skýra meðal annars þörfina á uppsögnum
Hækkandi launakostnaður og aukin gjaldtaka skýra meðal annars þörfina á uppsögnum Vísir/Ernir
Tíu til tuttugu starfsmönnum rútufyrirtækisins Kynnisferða var sagt upp um mánaðarmótin. þetta kemur fram á mbl.is. Hækkandi launakostnaður og aukin gjaldtaka skýra meðal annars þörfina á uppsögnum, að sögn Kristjáns Daníelssonar framkvæmdastjóra Kynnisferða.

„Gisti­tím­inn er að stytt­ast, launa­kostnaður hef­ur hækkað gíf­ur­lega mikið og það hef­ur snert okk­ur í ferðaþjón­ust­unni und­an­farið rúmt ár verð ég að segja, auk þess sem gjald­taka hef­ur auk­ist, þar á meðal núna í flug­stöðinni með nýju útboði. Við höf­um þurft að laga okk­ur að þessu breytta um­hverfi,“ segir Kristján í samtali við mbl.

Blikur á lofti

Í samtali við RÚV segir Kristján að þótt fyrirtækið hafi vaxið talsvert á undanförnum árum sé kominn tími á hagræðingu, enda blikur á loftið í ferðamannaþjónustu.

Kristján Daníelsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða.Vísir/Pjetur
„Það er búið að vera talsverð aukning og fyrirtæki eins og okkar hefur vaxið mikið undanfarin ár en nú erum við komin að þeim tímamótum að við þurfum að hagræða frekar en bæta við okkur,“ segir Kristján í samtali við RÚV. 

Þar kemur fram að starfsmennirnir sem sagt var upp séu blandaður hópur verktaka og annarra starfsmanna sem tilheyri nokkrum sveitarfélögum. 

„Við gerum allt í okkar valdi til að aðstoða það fólk,“ segir Kristján. „Vonandi geta stéttarfélögin líka aðstoðað.“

Ekki náðist í Kristján Daníelsson við vinnslu fréttarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×