Viðskipti erlent

Lego segir upp 1.400 manns

Atli Ísleifsson skrifar
Hagnaður fyrirtækisins dróst saman um þrjú prósent á fyrri hluta árs.
Hagnaður fyrirtækisins dróst saman um þrjú prósent á fyrri hluta árs. Vísir/Getty
Danski leikfangarisinn Lego hyggst segja upp 1.400 starfsmönnum eftir samdrátt í sölu í Evrópu og Bandaríkjunum.

Danskir fjölmiðlar segja frá því að alls starfi um 19 þúsund manns hjá fyrirtækinu um heim allan, og verða því átta prósent starfsmanna látinn fara.

Hagnaður fyrirtækisins dróst saman um þrjú prósent á fyrri hluta árs og nam 3,4 milljörðum danskra króna, um 57 milljörðum íslenskra króna.

Tekjur drógust sömuleiðis saman um fimm prósent og námu 14,9 milljörðum danskra króna, um 250 milljörðum íslenskra króna.

Í frétt DR segir að milli 500 og 600 af 4.500 starfsmönnum fyrirtækisins í Danmörku verði sagt upp.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×