Lífið

Sam Smith gefur út nýtt lag

Þórdís Valsdóttir skrifar
Sam Smith gefur út fyrsta lagið af væntanlegri breiðskífu sinni.
Sam Smith gefur út fyrsta lagið af væntanlegri breiðskífu sinni. Vísir/Getty
Tónlistarmaðurinn Sam Smith gaf út nýtt lag í dag. Lagið ber heitið Too Good At Goodbyes. Lagið hefur nú þegar verið spilað tæplega 800 þúsund sinnum á YouTube á síðustu 10 klukkutímum.

Sam Smith er fæddur árið 1992 í Englandi. Hann öðlaðist frægð með plötunni sinni In the lonely hour árið 2014. Hann vann fjögur Grammy verðlaun sama ár, þar á meðal besti nýliðinn, lag ársins fyrir lagið Stay with me og plötu ársins.

Árið 2015 samdi hann og gaf út lagið Writing's on the wall fyrir James Bond kvikmyndina Spectre og hreppti bæði Golden Globe verðlaun og Óskarsverðlaun fyrir besta frumsamda lagið.

Sam Smith dró sig í hlé frá sviðsljósinu árið 2015 og hefur lítið heyrst frá honum síðan þá en næsta breiðskífa hans er væntanleg í haust.



Heyrið lagið hér fyrir neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×