Lífið

Hobbitastjarna vinnur að kvikmynd á Íslandi

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Hér er Bennet með þeim Sillu Berg og Óla Bjarka Austfjörð en þau vinna nú að gerð myndarinnar Over the Volcano
Hér er Bennet með þeim Sillu Berg og Óla Bjarka Austfjörð en þau vinna nú að gerð myndarinnar Over the Volcano Manu Bennett
Nýsjálenski Hollywood-leikarinn Manu Bennett er nú staddur hér á landi. Eftir því sem Vísir kemst næst er hann hér á land við skriftir og undirbúning á fyrstu kvikmyndinni sem hann leikstýrir í fullri lengd.

Myndina vinnur hann í samstarfi með Sillu Berg og Óla Bjarka Austfjörð og hefur hún fengið nafnið Over the Volcano. Af samfélagsmiðlum að dæma segist hann vera á toppi tilverunnar, hann hafi alltaf langað til að prófa að vera á bakvið myndavélina.

Bennett er kannski hvað helst þekktur fyrir frammistöðu sína sem hinn ófrýnilegi Azog í Hobbita-þríleiknum. Þá hefur hann leikið í fjölda sjónvarpsþátta, þeirra þekktastir eru Arrow og Spartacus.

Hér er Manu Bennett í hlutverki Azogs í Hobbita-þríleiknum.
Bennett er mikill Íslandsvinur og samkvæmt heimildum Vísis er þetta í áttunda skiptið sem hann kemur hingað til lands.

Hann skellti sér til að mynda á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í upphafi mánaðarins.

Hann var svo yfir sig hrifinn af því sem þar fyrir augu bar að hann fyllti Instagram-reikning sinn af glöðum þjóðhátíðargestum og myndböndum af þeim fjöldamörgu tónleikum sem hann sótti.

Hér að neðan má sjá nokkrar myndir sem Bennett hefur tekið á Íslandsflandri sínu.

A post shared by Manu Bennett (@manubennett) on

Hér er hann með þeim Hrönn Róbersdóttur og Hafdísi Björk Jónsdóttur

A post shared by Manu Bennett (@manubennett) on

Við skriftir í íbúð sinni á Skólavörðustíg

In Reykjavik working hard on my script #OverTheVolcano #overthevolcano

A post shared by Manu Bennett (@manubennett) on






Fleiri fréttir

Sjá meira


×