Enski boltinn

Mourinho vill lenda undir

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Mourinho vill sjá lið sitt mæta meira mótlæti.
Mourinho vill sjá lið sitt mæta meira mótlæti. Vísir/getty
Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, sagði í viðtali við SkySports að hann vilji sjá hvernig lið sitt takist á við mótlæti. 

„Það sem ég vil sjá gerast er að liðið sé að tapa. Þá get ég séð hvernig við bregðumst við því,“ sagði Mourinho.

„Í augnablikinu gengur allt okkur í haginn, en þetta mun ekki alltaf vera eins og að bruna á hraðbrautinni. Það koma alltaf vegatálmar og við þurfum að vera tilbúnir í það.“

United hefur farið mjög vel af stað í ensku úrvalsdeildinni og unnið fyrstu tvo leiki sína 4-0.

Sjá einnig: Leik lokið: Swansea 0 - 4 Man. United | United-menn völtuðu yfir Swansea

„Það hefur ekki gerst ennþá, en það að lenda marki undir er ákveðin áskorun og ég vil sjá hvernig þessi hópur leikmanna tekst á við það að breyta úrslitunum.“

Mourinho er ánægður með hvernig lið sitt hefur byrjað tímabilið, en var fljótur að minnast á að á síðasta tímabili var liðið einnig komið með sex stig eftir tvo leiki en endaði samt í sjötta sæti deildarinnar.


Tengdar fréttir

Pogba: Meira sjálfstraust en í fyrra

Paul Pogba, leikmaður Manchester United, segir liðið vera með meira sjálfstraust heldur en í fyrra og liðsandinn sé góður.

Alan Pardew: Lukaku er of hægur

Alan Pardew og Thierry Henry gagngrýna Romelu Lukaku fyrir að vera of hægur án bolta. Lukaku skoraði í dag sitt þriðja mark í tveimur leikjum fyrir Manchester United.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×