Viðskipti innlent

66°Norður opnar verslun í Illum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Úr versluninni í Illum.
Úr versluninni í Illum. 66°Norður

66°Norður opnaði á dögunum nýja verslun eða svokallaða „shop-in-shop“ í dönsku versluninni Illum í Kaupmannahöfn sem flestir Íslendingar ættu að kannast við. Árið 2013 festi ítalska fyrirtækið La Rinascente kaup á Illum og hefur undanfarin ár lagt mikið fjármagn í að endurbæta útlit og skipulag versluninarinnar segir í tilkynningu frá 66°Norður.

Verslun 66°Norður í Illum er þriðja verslun fyrirtækisins í Kaupmannahöfn, en fyrir rekur það verslanir á Østergarde 6 á Strikinu og á Sværtegade 12 sem einnig er í miðbænum. Einnig má finna vörur merkisins í Magasin du Nord, í Illums Bolighus og síðar í haust verða vörur einnig fáanlegar í verslunum Samsøe & Samsøe.

„Illum leggur mikinn metnað í að bjóða upp á sterk og vönduð vörumerki og er það því mikill heiður fyrir 66°Norður að vera eitt af þeim merkjum sem verslunin teflir fram. Við finnum fyrir miklum meðbyr í Danmörku og áhugi á vörumerkinu er stöðugt að aukast og ekki síst fyrir tæknilegum fatnaði sem hannaður er fyrir daglega notkun í borginni. Danir hjóla og ganga mikið í og úr vinnu og því teljum við fatnað okkar henta danska markaðinum gríðarlega vel líkt og þeim íslenska. Við erum því ánægð að geta styrkt stöðu okkar enn frekar á markaðinum með þessari opnun,“ segir Helgi Rúnar Óskarsson, forstjóri 66°Norður.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HAGA
3,14
10
212.723
ORIGO
2,33
5
54.139
SKEL
1,8
12
118.307
N1
1,33
7
126.080
SJOVA
1,23
4
105.172

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIK
-1,1
2
62.953
REGINN
-0,42
3
35.700
ICEAIR
-0,08
10
87.658
GRND
0
4
86.057