Viðskipti innlent

Vilja ramma inn frumkvöðlaumhverfið í Reykjavík og óska eftir tilnefningum

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Svona mun bókin koma til með að líta út.
Svona mun bókin koma til með að líta út.

Icelandic Startups og alþjóðlega útgáfufyrirtækið Startup Guide vinna nú saman að því að ramma inn frumkvöðlaumhverfið á höfuðborgarsvæðinu og stefna að útgáfu bókarinnar Startup Guide Reykjavík í lok nóvember á þessu ári.

Aðstandendur útgáfunnar hvetja alla áhugasama til að tilnefna fyrirtæki, viðskiptahraðla og frumkvöðla sem þeir myndu vilja sjá í bókinni. Opið er fyrir tilnefningar til og með 20. ágúst næstkomandi á vefsíðunni www.startupeverywhere.com/nominations/reykjavik.

Meðal efnis í bókinni verða dæmisögur, leiðbeiningar og innblástur fyrir þá sem hafa áhuga á að hefja sinn eigin rekstur. Bókinni er ætlað að veita yfirsýn yfir núverandi stöðu frumkvöðlaumhverfisins og velta upp hugmyndum að því hvernig það gæti þróast á næstu árum.

Haft er eftir Sissel Hansen, stofnanda Startup Guide, í tilkynningu að þau sem að verkefninu standa hlakki til að draga fram það sem Reykjavík hefur upp á að bjóða.

Mikilvægt að koma Reykjavík á kortið
„Ég hugsa að við gerum okkur ekki enn fyllilega grein fyrir því hvaða möguleikar eru til staðar á Íslandi þegar kemur að nýsköpun og frumkvöðlastarfi, en það er mikilvægt að koma Reykjavík á kortið. Sterkt íslenskt hagkerfi og vaxandi fjármögnunarmöguleikar er mjög mikilvægur þáttur og atvinnugreinar sem Ísland hefur staðið framarlega í eins og þróun sýndarveruleika og tölvuleikja eru mjög vel þekktar í alþjóðlegu sprotaumhverfi,“ segir Hansen.

Startup Guide hefur fengið til liðs við sig Icelandic Startups, sem hafa fóstrað grasrót frumkvöðla á Íslandi, til að sjá um framkvæmd verkefnisins.

„Frá því að við kynntumst hugmyndarfræði Startup Guide fyrir nokkrum árum síðan hefur okkur dreymt um okkar eigin útgáfu,” segir Salóme Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandic Startups. „Íslenska sprotasamfélagið er öflugt. Við erum að sjá aðra kynslóð af frumkvöðlum líta dagsins ljós og fjármögnunarumhverfið þroskast samhliða. Við teljum að Startup Guide Reykjavík sé fullkominn vettvangur til að draga fram helstu upplýsingar um frumkvöðlaumhverfið og koma á framfæri, bæði hér heima og erlendis, þeirri grósku og þeim krafti sem hér er til staðar.”

Verkefnið er meðal annars styrkt af Reykjavíkurborg og gert er ráð fyrir því að bókin komi út þann 24. nóvember næstkomandi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
15,92
38
11.432.075
N1
2,91
6
159.731
SKEL
2,89
8
126.910
HEIMA
2,65
5
10.256
SJOVA
2,21
4
74.920

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ARION
-6,21
11
8.784
TM
-1,66
6
98.600
ORIGO
-1,12
1
29.662
EIK
-0,48
8
146.770
REITIR
-0,06
2
15.992