Viðskipti erlent

Soundcloud rambaði á barmi þrots

Kjartan Kjartansson skrifar
Soundcloud er sagt hafa um 40 milljónir notenda.
Soundcloud er sagt hafa um 40 milljónir notenda. Vísir/AFP

Forsvarsmenn tónlistarveitunnar Soundcloud náðu að forða fyrirtækinu frá greiðsluþroti í gær þegar þeir tryggðu því 170 milljónir dollara í hlutafjáraukningu.

Breska ríkisútvarpið BBC segir að óttaslegnir notendur þjónustunnar hafi verið byrjaðir að hlaða niður efni af Soundcloud til að varðveita það ef veitan þyrfti að leggja upp laupana í gær.

Soundcloud hefur verið í vanda statt undanfarin misseri. Í júlí var 40% starfsmanna fyrirtækisins sagt upp. Fyrr í vikunni sendi Alexander Ljung, stjórnarformaður Soundcloud, hluthöfum bréf þar sem hann sagði að án viðbótarfjármagns færi það á hausinn.

Hlutafjáraukningunni fylgja tölvuverðar breytingar á yfirstjórn fyrirtækisins og þá mun það þurfa að leita leiða til að draga úr kostnaði og afla frekari tekna. Bandaríska dagblaðið Chicago Tribune segir að Soundcloud muni nú einbeita sér frekar að því að selja tónlistarmönnum, hlaðvarpsframleiðendum og öðrum tól til að streyma efni á netinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
15,92
38
11.432.075
N1
2,91
6
159.731
SKEL
2,89
8
126.910
HEIMA
2,65
5
10.256
SJOVA
2,21
4
74.920

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ARION
-6,21
11
8.784
TM
-1,66
6
98.600
ORIGO
-1,12
1
29.662
EIK
-0,48
8
146.770
REITIR
-0,06
2
15.992