Íslenski boltinn

Sjáðu mark Gunnars sem tryggði ÍBV bikarmeistaratitilinn | Myndband

Kristinn Páll Teitsson skrifar

Gunnar Heiðar Þorvaldsson skoraði eina mark leiksins þegar ÍBV vann 1-0 sigur á FH í úrslitum Borgunarbikarsins í Laugardalnum í dag en þetta var fimmti bikarmeistaratitill Eyjamanna.

ÍBV hafði beðið í nítján ár eftir titli en síðasti titill liðsins kom þegar liðið vann tvöfalt árið 1998.

Eyjamenn byrjuðu leikinn betur og komust verðskuldað yfir rétt fyrir lok fyrri hálfleiks þegar Eyjapeyjinn Gunnar Heiðar kom ÍBV yfir af stuttu færi eftir sendingu frá Kaj Leo í Bartalsstovu.

FH fékk fín færi til að jafna metin í upphafi seinni hálfleiks en Eyjamenn fengu svo sannarlega færin til að bæta við mörkum á seinustu tíu mínútum leiksins en hvorugu liði tókst að bæta við.

Fór svo að Eyjamenn fögnuðu sigri en eina mark Gunnars Heiðars dugði liðinu til sigurs.
Fleiri fréttir

Sjá meira