Fótbolti

Neymar í leikmannahóp PSG á morgun

Neymar fær líklegast fyrstu mínútur sínar í PSG-treyjunni um helgina.
Neymar fær líklegast fyrstu mínútur sínar í PSG-treyjunni um helgina. Vísir/Getty

Brasilíska stórstjarnan Neymar er í leikmannahópi Paris Saint-Germain fyrir leikinn gegn Guingamp í frönsku úrvalsdeildinni á morgun en hann hefur fengið leikheimild hjá franska knattspyrnusambandinu.

Neymar sem varð lang dýrasti leikmaðurinn í sögunni er PSG greiddi upp riftunarákvæði í samningi hans hjá Barcelona gat ekki tekið þátt í fyrstu umferðinni þegar PSG vann öruggan sigur á Amiens.

Skiluðu allir pappírar sér ekki í tæka tíð til þess að hann gæti tekið þátt í leik síðustu helgar en það kom ekki að sök í 2-0 sigri PSG.

Unai Emery staðfesti á blaðamannafundi í dag að hann yrði í leikmannahópnum og að hann gæti fengið eldskírn sína í treyju PSG á morgun.

„Vonandi getur hann byrjað að spila sem fyrst, hann hefur litið vel út á æfingum og okkur hlakkar til að sjá hann út á velli. Við munum þurfa á honum að halda og þessvegna er mikilvægt að hann byrji að spila sem fyrst.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira