Erlent

Tóku sýni úr tönnum, beinum og nöglum Dalí

Atli Ísleifsson skrifar
Líki Salvador Dalí var komið fyrir í grafhýsi sem er í safni sem tileinkað er honum í bænum Figueres í Katalóníu.
Líki Salvador Dalí var komið fyrir í grafhýsi sem er í safni sem tileinkað er honum í bænum Figueres í Katalóníu. Vísir/AFP
Réttarmeinafræðingar á Spáni grófu í gær upp lík spænska listamannsins Salvadors Dalí, en dómari fyrirskipaði þetta á dögunum til að skera úr um hvort Dalí sé faðir konu einnar sem heldur því fram.

Tekin voru sýni úr tönnum, beinum og nöglum listamannsins, sem er einn þekktasti málari sögunnar og forsprakki súrrealista.

Konan er fædd árið 1956 og heldur því fram að móðir hennar hafi átt í ástarsambandi við málarann. Komi í ljós að hún sé dóttir hans, gæti hún átt tilkall til hluta dánarbúsins, sem nú er í eigu spænska ríkisins.

Dalí lést árið 1989 og var honum þá komið fyrir í grafhýsi sem er í safni sem tileinkað er honum í bænum Figueres í Katalóníu.

Hópur fólks kom saman fyrir utan safnið í gærkvöldi til að fylgjast með því þegar lögreglumenn fylgdu réttarmeinafræðingunum að grafhýsinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×