Íslenski boltinn

Viktor kom Þrótturum til bjargar í blálokin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vísir/Andri Marinó
Viktor Jónsson var maðurinn á bak við 2-1 sigur Þróttar á ÍR í 13. umferð Inkasso deild karla í fótbolta í Laugardalnum í kvöld.

Það stefndi allt í ÍR-sigur þegar Viktor skoraði tvö mörk á lokamínútunum og tryggði Þróttaraliðinu dýrmætan sigur í baráttunni um sæti í Pepsi-deildinni.  Þróttar minnkuð forskot Fylkis á toppnum í tvö stig með þessum sigri.

Fyrra markið skoraði Viktor á 90. mínútu en það síðara á annarri mínútu í uppbótartíma. Þróttarar vöknuðu upp af værum draumi í lokin og mikil pressa liðsins á lokamínútum skilaði tveimur mörkum og þremur stigum í hús.

ÍR-ingar voru samt betri stærsta hluta leiksins og það leit út fyrir að þeir hefðu náð að skora sigurmarkið ellefu mínútum fyrir leikslok. Markið skoraði varamaðurinn Andri Jónasson sem kom inná sem varamaður á 63. mínútu og skoraði markið sextán mínútum síðar.

ÍR-ingar áttu tvo stangarskot í fyrri hálfleiknum og voru mun hættulegri allan leikinn.

Markið þeirra kom eftir frábæra spilamennsku liðsins sem endaði með því að Stefán Þór Pálsson fann Andra Jónasson sem skoraði með skoti í stöngina og inn.

Viktor jafnaði með skallamarki og áður en ÍR-ingar voru búnir að ná áttum eftir það þá skoraði hann aftur og tryggði Þrótti sigurinn. Þróttarar hafa ekki tapað í Inkasso-deildinni í síðustu fimm leikjum sínum.

Upplýsingar um mörk og gang leiksins eru fengnar frá vefsíðunni fótbolti.net.



Andri Marinó Karlsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum og tók þessar myndir hér fyri neðan.

Vísir/Andri Marinó
Vísir/Andri Marinó
Vísir/Andri Marinó
Vísir/Andri Marinó
Vísir/Andri Marinó
Vísir/Andri Marinó
Vísir/Andri Marinó
Vísir/Andri Marinó



Fleiri fréttir

Sjá meira


×