Handbolti

Góður lokakafli tryggði strákunum sigur á Alsír

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ómar Ingi Magnússon var markahæstur í kvöld.
Ómar Ingi Magnússon var markahæstur í kvöld. Vísir/Getty
Íslenska 21 árs landsliðið í handbolta hélt sigurgöngu sinni áfram á HM U21 í kvöld þegar liðið vann þriggja marka sigur á heimamönnum í Alsír, 25-22.

Íslensku strákarnir hafa þar með unnið þrjá fyrstu leiki sína á mótinu en leikurinn í kvöld reyndi mun meira á íslenska liðið en hinir tveir.

A-landsliðsstrákarnir Arnar Freyr Arnarsson og Ómar Ingi Magnússon voru markahæstir í íslenska liðinu með fimm mörk hvor.

Alsír byrjaði leikinn vel og komst í 4-1 eftir fimmtán mínútna leik. Íslenska liðið náði því aðeins að skora eitt mark á fyrstu fimmtán mínútum leiksins. Sigtryggur Daði Rúnarsson skoraði tvö mörk í röð og kom íslensku sókninni aftur í gang.

Alsír var einu marki yfir í hálfleik, 11-10, en íslenska liðið komst yfir í upphafi seinni hálfleiks og liðin skiptust í framhaldinu um forystuna.

Í stöðunni 15-14 tóku íslenskur strákarnir völdin, unnu næstu þrettán mínútur 9-4 og lögðu grunninn að sigrinum.

Elvar Örn Jónsson skoraði þrjú af fjórum mörkum sínum á lokakafla leiksins.

Mörk Íslands í leiknum:

Arnar Freyr Arnarsson 5

Ómar Ingi Magnússon 5/2

Elvar Örn Jónsson 4

Sigtryggur Daði Rúnarsson 4

Óðinn Þór Ríkharðsson 3

Hákon Daði Styrmisson 2

Ýmir Örn Gíslason 1

Elliði Snær Viðarsson 1

Varin skot:

Viktor Gísli Hallgrímsson 5/1 (31 prósent)

Grétar Ari Guðjónsson 4 (27 prósent)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×