Innlent

Hitinn gæti farið í 24 gráður á Norðausturlandi

Atli Ísleifsson skrifar
Búast má við frábæru veðri við Heimskautsgerðið á Raufarhöfn í dag.
Búast má við frábæru veðri við Heimskautsgerðið á Raufarhöfn í dag. Vísir/pjetur
Hitastig á landinu verður á milli tólf og 24 stig í dag og er reiknað með að hlýjast verði norðaustantil.

Á vef Veðurstofunnar segir að í dag verði vaxandi suðaustanátt, fimm til þrettán metrar á sekúndu seinni partinn, en tíu til átján metrar á sekúndu suðvestantil. Hvassast verður á norðanverðu Snæfellsnesi, þar sem búast má við snörpum hviðum.

Þá segir að skýjað og dálítil væta verði sunnan- og vestanlands, en bjart að mestu norðan heiða.

„Hiti 12 til 24 stig, hlýjast NA-lands. Sunnan 5-13 á morgun, hvassast við SV-ströndina. Skýjað og dálítil væta V-lands, annars víða léttskýjað en sums staðar þokuloft við sjóinn. Hiti breytist lítið.“

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á sunnudag:

Suðlæg átt 5-13 m/s. Víða léttskýjað, en skýjað að mestu og dálítil væta sunnan- og vestanlands. Heldur hvassara með rigningu á Snæfellsnesi. Hiti 13 til 23 stig, hlýjast NA-til.

Á mánudag:

Suðaustlæg eða breytileg átt, 3-10 m/s, hvassast SV-lands. Víða bjart, en sums staðar þokuloft við ströndina. Áfram hlýtt í veðri.

Á þriðjudag:

Suðaustlæg átt 5-13 m/s, skýjað með köflum og yfirleitt þurrt, en heldur hvassara syðst um kvöldið. Hiti breytist lítið.

Á miðvikudag:

Austlæg átt og víða bjart, en skýjað og þokuloft við austurströndina. Hiti 10 til 20 stig.

Á fimmtudag:

Norðaustlæg átt með dálítilli vætu, einkum norðaustantil. Skýjað með köflum og þurrt að mestu vestanlands. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast á SV-horninu.

Á föstudag:

Norðlæg átt, skýjað og dálítil væta með köflum. Hiti breytist lítið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×