Innlent

Ruslatunnurnar yfirfullar á Flúðum

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Þetta er ekki fallegt að sjá.
Þetta er ekki fallegt að sjá. Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson
Aðkoman var síður en svo falleg á gámasvæðinu í sumarbústaðahverfinu fyrir ofan sveppaverksmiðjuna á Flúðum. Tunnurnar eru yfirfullar og rusl liggur á jörðinni allt um kring.

„Því miður er umgengnin ekki betri en þetta,“ segir Hannibal Kjartansson, starfsmaður sveitarfélags Hrunamannahrepps, sem segist hafa komið að gámasvæðinu þegar tunnurnar voru hálftómar en þrátt fyrir það hafi sorpi verið komið fyrir í námunda við þær. Hann segir að um einstæðan atburð sé að ræða því umgengnin á Flúðum sé jafnan góð.

Hannibal segir að gámurinn hafi síðast verið tæmdur á miðvikudaginn og að ekki hafi dregið úr tíðni losunar. Hannibal segir að svæðið verði hreinsað strax eftir helgi. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×