Íslenski boltinn

KA og Ólafsvíkingar styrkja sig

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/KA
Víkingur Ólafsvík og KA hafa bæði styrkt sig fyrir síðari hluta tímabilsins í Pepsi-deild karla.

Vedran Turkalj, króatískur miðvörður sem hefur æft með KA síðustu vikuna, samdi við félagið út núverandi leiktíð. Hann á að baki leiki með yngri landsliðum Króatíu en kemur til liðsins nú frá NK Aluminij í Slóveníu.

Guðmann Þórisson, varnarmaður og fyrirliði KA, meiddist fyrr á þessu tímabili og er óvíst hvort hann geti spilað meira með félaginu í ár.

Þá hefur Víkingur Ólafsvík samið við litháíska bræður, þá Eivinas og Gabrielius Zagurskas. Sá fyrrnefndi er miðjumaður en hinn varnarmaður.

Víkingur Ólafsvík mætir Val á heimavelli í kvöld en bræðurnir eru nú þegar komnir með leikheimild.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×