Enski boltinn

Manchester-liðin borguðu meiddum leikmönnum langmest á síðustu leiktíð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Marcus Rashford meiddur í leik Manchester-liðanna í fyrravetur.
Marcus Rashford meiddur í leik Manchester-liðanna í fyrravetur. Vísir/Getty
Meiðsli eru daglegt brauð hjá íþróttaliðum en þegar fótboltaliðin missa leikmenn í meiðsli þá eru þau að eyða stórum fjárhæðum í að borga mönnum laun sem ekkert geta hjálpað liðunum.

Bleacher Report hefur tekið það saman hversu stórum upphæðum ensku félögin eyddu í að borga meiddum leikmönnum laun á síðustu leiktíð.  Það er spurning hvort að það sé eitthvað í vatninu í Manchester-borg en nágrannarnir skera sig úr.

Manchester-liðin tvö skipa nefnilega efstu tvö sæti þessa fróðlega lista. Manchester City missti leikmenn 30 sinnum í  meiðsli á síðasta tímabili og laun þeirra námu 18,3 milljónum punda, 2,5 milljörðum íslenskra króna, þann tíma sem þeir voru frá.

Leikmenn Manchester United meiddust mun oftar, 51 sinni, en United þurfti samt að borga minna í laun til þessa eða alls 17,8 milljónir punda eða 2460 milljónum íslenskra króna.

Arsenal er í þriðja sætinu og West Ham er síðan á undan Liverpool. Englandsmeistarar Chelsea komast hinsvegar ekki inn á topp tíu listann.

Tottenham er líka að gera eitthvað rétt í meðhöndlun sinna leikmanna því liðið er í 10. sæti á þessum lista og þurfti „bara“ að borga meiddum mönnum 8,5 milljónir punda í laun tímabilið 2016-17.

Hér fyrir neðan má sjá listann frá Bleacher Report yfir þau félög sem greiddu meiddum leikmönnum mestan pening á síðustu leiktíð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×