Lífið

Hljómsveitarmeðlimir Linkin Park í rusli

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Félagar Chesters Bennington eru í rusli eftir fráfall hans.
Félagar Chesters Bennington eru í rusli eftir fráfall hans. Vísir/getty
„Elsku Chester, hjörtu okkar eru brostin.“ Svona hljóma upphafsorð minningargreinar meðlima Linkin Park sem þeir birtu á Facebooksíðu hljómsveitarinnar í dag. Chester Bennington framdi sjálfsvíg 20. júlí síðastliðinn.

Í greininni kemur fram að Chester hafi hlakkað til komandi ára með Linkin Park og að áhugi hans á list hafi verið smitandi. Fjarvera söngvarans skilji eftir tómarúm sem enginn fái fyllt, segja vinir hans.

Félagarnir lýsa Bennington sem fyrirferðarmiklum, fyndnum, metnaðargjörnum, skapandi, blíðum og rausnarlegum einstaklingi.

„Við reynum að minna okkur á að djöflarnir sem hrifsuðu þig frá okkur voru ávallt partur af jöfnunni,“ segja hljómsveitarmeðlimir. Þeir benda á að Bennington hafi verið dýrkaður og dáður fyrir að hafa sungið um þessa sömu djöfla með opinskáum hætti. Bennington hafi sýnt mikið hugrekki og þor þegar hann opnaði sig um erfiðleika sína í lögunum. Það hafi bæði þjappað vinunum saman og kennt þeim að vera mennskari.

Meðlimir Linkin Park vita ekki hvað framtíðin ber í skauti sér og segjast þeir ekki búnir að ákveða hver næstu skref verða. Eitt segjast þeir þó vita með vissu: Chester Bennington auðgaði líf þeirra allra.

Hér að neðan er hægt að lesa minningargreinina í fullri lengd.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×