Lífið

Sjáðu 65 þúsund manns syngja saman Bohemian Rhapsody á tónleikum með Green Day

Stefán Árni Pálsson skrifar
Magnað atriði fyrir tónleika Green Day.
Magnað atriði fyrir tónleika Green Day.
Um 65.000 manns voru mættir á tónleika Green Day í Hyde Park í London í byrjun þessar mánaðar.

Hljómsveitameðlimir Green Day létu bíða töluvert eftir sér en það létu áhorfendur ekki stöðva sig að taka sennilega eitt allra þekktasta rokklag sögunnar.

Bohemian Rhapsody byrjaði að heyrast í hátalarakerfinu og var því ekkert annað í stöðunni en að syngja saman þetta einstaka lag með Queen.

Eina hljómsveit í heiminum sem getur gert allt vitlaust á tónleikstað án þessa að vera á svæðinu eins og sjá má hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×