Innlent

Olíumengun í öðrum læknum í Grafarvogi

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Eins og sjá má á þessum myndum er þó nokkur olía.í læknum.
Eins og sjá má á þessum myndum er þó nokkur olía.í læknum. vísir/andri marinó
Íbúar í Grafarvogi urðu í dag varir við olíumengun í öðrum læknum sem rennur niður í Grafarvog.

Um er að ræða lækinn fyrir neðan Keldur en Rósa Magnúsdóttir, deildarstjóri umhverfiseftirlits hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, segir að þar hafi áður orðið vart við olíumengun.

„Í þann læk rennur ofanvatnið sem leitt er af plönum og það sem kemur í hann er að stærstum hluta úr Grafarholti og Hálsahverfi. Þar hefur orðið vart við olíumengun en við erum ekki búin að finna út úr því hvaðan hún kemur,“ segir Rósa í samtali við Vísi.

Áður hefur orðið vart við olíumengun í læknum en þessi mynd var tekin í dag.vísir/andri marinó
Annar lækur rennur einnig í voginn og er við hliðina á SÁÁ. Ofanvatnið úr honum kemur úr hluta Hálsahverfisins.

„Þar höfum við fengið kvartanir um froðu til dæmis en ekki olíu,“ segir Rósa.

Hún ítrekar að allar ábendingar frá íbúum um mengun séu ávallt vel þegnar.

„En við þurfum líka kannski að minna fólk á að vera ekki að færa atvinnustarfsemina út á plan,“ segir Rósa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×