Körfubolti

Naumt tap gegn Frökkum

Elías Orri Njarðarson skrifar
Tryggvi Snær var frábær í dag
Tryggvi Snær var frábær í dag visir/ernir
U20 ára landslið Íslands í körfubolta töpuðu gegn því franska, 50-58 í fyrsta leik liðsins í A-deildinni á Evrópumóti U20 landsliða sem fer fram í Grikklandi.

Strákarnir leika þar með 16 bestu liðum Evrópu í A-deildinni eftir frækna framgöngu í B-deildinni síðasta sumar.

Leiknum lauk með sigri Frakka 50-58 en leikurinn var jafn og spennandi. Frakkar voru yfir þegar að fyrsta leikhluta lauk 9-14. Annar leikhluti var jafn en bæði lið skoruði 8 stig í leikhlutanum, staðan 17-22 í hálfleik.

Íslensku strákarnir mættu grimmir til leiks í þriðja leikhluta og skoruðu 19 stig í honum meðan að Frakkar skoruðu 16. Staðan í byrjun  fjórða og síðasta leikhlutans var því 36-38. Frakkarnir skoruðu 20 stig í fjórða leikhlutanum gegn 14 íslenskum stigum.

Tryggvi Snær Hlinason átti frábæran leik hjá Íslandi í dag en hann skoraði 16 stig og tók 15 fráköst. Kristinn Pálsson skoraði 14 stig og gaf 2 stoðsendingar. Hjá Frökkum var Amine Noua stigahæstur með 12 stig.

Næsti leikur íslenska liðsins er á móti Tyrkjum á morgun klukkan 13:45.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×