Innlent

Biðja um aðstoð við að finna upptök olíumengunar

Mikil olía er í læknum.
Mikil olía er í læknum. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur óskar eftir liðsinni almennings við að finna upptök olíumengunar í læk í Grafarvogi og ógnar þar útivistarsvæði og fuglalífi. Starfsmönnum eftirlitsins var brugðið þegar þeir skoðuðu aðstæður í gær en við skoðun í dag var olíubrákin í læknum mun minni en síðustu tvo daga.

Umhverfisstjóri heilbrigðiseftirlitsins fundaði með Veitum vegna málsins í dag en menn reyna nú að rekja sig eftir fráveitukerfinu á svæðinu til þess að finna upptökin.

Mengunartilfelli á svæðinu á svæðinu hafa komið upp um nokkurt skeið en aldrei hefur tekist að rekja þau. Þá hafa tilkynningar um mengun í læknum endurtekið komið að undanförnu.

Íbúasamtök Grafarvogs ætla að krefjast þess að Heilbrigðiseftirlitið bregðist strax við, enda stundar fólk þarna útivist og fuglalíf viðkvæmt.


Tengdar fréttir

Olíumengun í öðrum læknum í Grafarvogi

Um er að ræða lækinn fyrir neðan Keldur en Rósa Magnúsdóttir, deildarstjóri umhverfiseftirlits hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, segir að þar hafi áður orðið vart við olíumengun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×