Lífið

Will Smith göfgar andann

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Það verður fróðlegt að sjá hvernig Will Smith mun standa sig í hlutverki andans í töfralampanum.
Það verður fróðlegt að sjá hvernig Will Smith mun standa sig í hlutverki andans í töfralampanum. Vísir/getty
Will Smith hreppti hlutverk andans í töfralampanum í nýrri leikinni endurgerð af Aladdín að því er fram kemur í fréttum Sky News.

Þannig fetar Will Smith í fótspor Robins William sem með vandaðri talsetningu glæddi andann lífi. Williams féll frá haustið 2014. Þórhallur Sigurðsson talsetti aftur á móti hlutverk þessarar dularfullu veru fyrir íslenska aðdáendur Aladdíns.

Hin breska Naomi Scott verður Jasmín prinsessa á hvíta tjaldinu.Vísir/AFP
Kanadíski leikarinn Mena Massoud hlaut hlutverk Aladdíns og breska leikkonan Naomi Scott túlkar hlutverk Jasmínar prinsessu. Kvikmyndaunnendur ættu að þekkja Scott út myndinni Power Rangers en hún fór með hlutverk Kimberly í þeirri mynd.

Guy Ritchie leikstýrir Aladdín en tökur hefjast í ágústmánuði en óvíst er hvenær myndin fer í sýningu. Margir hafa beðið endurgerðarinnar með mikilli eftirvæntingu en margverðlaunaða ævintýrið frá Disney sló rækilega í gegn á sínum tíma. 

 

 

Litríku persónurnar í Aladdín voru í miklu uppáhaldi þegar myndin kom fyrst út árið 1992.Vísir/AFP





Fleiri fréttir

Sjá meira


×