Viðskipti innlent

Viðræðuslit að frumkvæði Skeljungs

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Valgeir M. Baldursson, forstjóri Skeljungs.
Valgeir M. Baldursson, forstjóri Skeljungs. vísir/pjetur

„Samningurinn á milli aðila var háður ýmsum skilyrðum og forsendum sem ekki gengu öll eftir og því varð þetta niðurstaðan,“ segir Valgeir M. Baldursson, forstjóri olíufélagsins Skeljungs, um þá ákvörðun stjórnar félagsins að slíta viðræðum um kaup á öllu hlutafé í Basko.

Valgeir segir félögin hafa verið komin nokkuð langt á veg við gerð áreiðanleikakönnunar, en að öðru leyti geti hann ekki tjáð sig um ástæður viðræðuslitanna.

Viðræður á milli forsvarsmanna félaganna hófust í síðari hluta maí. Var áætlað kaupverð, miðað við gefnar forsendur, allt að 2,2 milljarðar króna. Á meðal fyrirvara fyrir kaupunum var að áætlaður rekstrarhagnaður og horfur í rekstri Basko byggði á forsendum sem væru viðunandi að mati Skeljungs.

Basko á rekstrarfélag Tíu ellefu hf., Ísland verslun hf. og Imtex ehf., en undir þessi félög heyra meðal annars 10-11 verslanirnar, verslanir Iceland, kaffihús Dunkin Donuts og hamborgarastaðurinn Bad Boys Burg­ers & Grill.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
TM
1,74
1
17.550
ICEAIR
1,68
13
131.955
ORIGO
0,97
1
303
HAGA
0,49
2
66.588
ARION
0,12
11
56.578

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REITIR
-1,32
5
20.919
REGINN
-1,13
6
191.670
SKEL
-0,88
4
16.046
HEIMA
-0,82
2
243
VIS
-0,7
3
61.836