Viðskipti innlent

Iðnaður eykur veltu verulega

Sæunn Gísladóttir skrifar
Velta í mannvirkjagerð óx um 22 prósent.
Velta í mannvirkjagerð óx um 22 prósent. vísir/andri marinó
Velta í iðnaði nam 424 milljörðum króna á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs samkvæmt Hagstofu Íslands. Það er 35 prósent af allri virðisaukaskattskyldri veltu fyrirtækja í landinu.

Fram kemur á vef Samtaka iðnaðarins að velta í iðnaði var 7,1 prósent meiri á fyrstu fjórum mánuðum ársins en á sama tíma í fyrra. Er það aukning um ríflega 28 milljarða króna. Ljóst sé að iðnaðurinn eigi stóran þátt í hröðum hagvexti í íslenska hagkerfinu.

Mestur var vöxturinn á fyrsta ársþriðjungi í veltu tengdri innlendri eftirspurn, það er tengt bæði fjárfestingu og neyslu. Vöxturinn var minni í þeim hluta iðnaðar sem er í hvað mestri samkeppni við erlend fyrirtæki.

Í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð var vöxturinn umtalsverður á ofangreindu tímabili eða 22 prósent. Þetta eru tæpir 15 milljarðar króna. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×