Innlent

Sumarblíða fyrir austan

Samúel Karl Ólason skrifar
Það stefnir allt í sumarblíðu fyrir austan í dag.
Það stefnir allt í sumarblíðu fyrir austan í dag. Vísir/GVA

Það stefnir allt í sumarblíðu fyrir austan í dag, þar sem hitinn getur náð allt að 18 stigum. Um landið vestanvert verður hins vegar þungbúið og jafnvel von á smáskúrum. Á morgun er von á suðaustan hvassviðri og má búast við stormi við suðvesturströndina og á hálendinu á morgun. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands.

Talsverð rigning sunnan- og vestanlands mun fylgja rokinu á morgun en búist er við mun betra veðri norðaustanlands. Þar á að vera þurrt og bjart og hiti um og yfir 20 stig.

Veðurhorfur á landinu
Á þriðjudag:
Gengur í suðaustan 10-20 m/s, hvassast SV-til. Talsverð rigning, en þurrt að mestu á Norðaustur- og Austurlandi. Hægari vindur um kvöldið. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast NA-lands. 

Á miðvikudag:
Suðaustan 10-15 m/s, en talsvert hægari á V-verðu landinu. Rigning suðaustanlands, en annars skýjað og lengst af úrkomulítið. Hiti breytist lítið. 

Á fimmtudag og föstudag:
Suðaustlæg átt 5-13 m/s og rigning með köflum, en þurrt og bjart að mestu norðantil á landinu. Áfram fremur hlýtt í veðri. 

Á laugardag og sunnudag:
Útlit fyrir breytilega vindátt, skýjað með köflum og dálitlar skúrir. Fremur hlýtt.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira