Íslenski boltinn

ÍBV fær framherja frá Íran

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kristján Guðmundsson er þjálfari ÍBV.
Kristján Guðmundsson er þjálfari ÍBV. vísir/eyþór

ÍBV hefur samið við íranska framherjann Shahab Zahedi.

Zahedi, sem er 21 árs, er uppalinn hjá Persepolis en lék sem lánsmaður með Machine Sazi fyrr á árinu.

Zahedi lék 12 leiki með Machine Sazi í írönsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili en tókst ekki að skora.

Eyjamenn sitja í 9. sæti Pepsi-deildar karla með 11 stig, tveimur stigum frá fallsæti.

ÍBV tapaði 6-3 fyrir KA í gær en þetta var þriðja tap liðsins í síðustu fjórum deildarleikjum þess.

Zahedi er kominn með leikheimild hjá ÍBV og gæti leikið sinn fyrsta leik með liðinu þegar sækir Fjölni heim næsta sunnudag.
Fleiri fréttir

Sjá meira