Fótbolti

Skyggnst á bak við tjöldin á herbergisganginum með Dagnýju Brynjars

Kolbeinn Tumi Daðason í Ermelo skrifar
Dagný Brynjarsdóttir fór á kostum þegar hún ræddi við íþróttadeild um liðsfélagana í landsliðinu.
Dagný Brynjarsdóttir fór á kostum þegar hún ræddi við íþróttadeild um liðsfélagana í landsliðinu. Vísir

Dagný Brynjarsdóttir er ekki aðeins lykilmaður á miðju íslenska landsliðsins í knattspyrnu heldur reyndist hún fyrirtaks leiðsögumaður á leikmannagangi hótelsins sem stelpurnar gista á í bænum Ermelo í Hollandi.

Stelpurnar eru tvær og tvær í herbergi og Dagný kynnti leikmennina fyrir landi og þjóð og velti fyrir sér hvað væri í gangi í hverju herbergi fyrir sig. Athygli vekur að Dagný segir í upphafi innslagsins að hótelið verði heimili landsliðsins næstu þrjár vikurnar og greinilegt að miðjumaðurinn frá Hellu ætlar sér langt í keppninni.

Líklega er best að segja sem minnst en meðal þess sem bar á góma var ástir og örlög Katrínar Ásbjörnsdóttir norðan heiða, sambandsslit Guggu Gunnars og Hólmfríðar Magg auk þess sem Sara Björk var ekki parsátt við að Rakel Hönnudóttir vildi ekki hleypa henni inn í herbergið þeirra. Eða hvað? Allt um það í innslaginu sem sjá má hér að neðan.

Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á FacebookTwitter og Snapchat (sport365).

 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira