Viðskipti innlent

Finndu út hvar á landinu er best að búa

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Húsnæðisverð hefur farið hratt hækkandi hér á landi undanfarin misseri og tekur reiknivél Viðskiptaráðs nú mið af því.
Húsnæðisverð hefur farið hratt hækkandi hér á landi undanfarin misseri og tekur reiknivél Viðskiptaráðs nú mið af því. Vísir/Anton Brink
Viðskiptaráð hefur uppfært reiknivél sína sem ber saman kostnaðinn við það að búa í ólíkum sveitarfélögum. Reiknivélina má finna á vef sem ber yfirskriftina Hvar er best að búa? en hann var opnaður árið 2015.

Í tilkynningu frá Viðskiptaráði nú segir að vefurinn hafi verið uppfærður þar sem fasteignaverð og fasteignamat hefur hækkað á meðan álagningarprósentur fasteignagjalda hafa að mestu leyti staðið í stað.

„Reiknivélin tekur nú tillit til nýjustu talna um álagningarprósentur og skólagjöld sérhvers sveitarfélags á landinu. Fasteignagjöld miðast við nýjasta fasteignamatið, sem tekur gildi áramótin 2017/2018.

Þannig má sjá í hvaða sveitarfélagi er hagkvæmast að búa miðað við tekjur, stærð húsnæðis og fjölda barna í skóla. Þá sýnir reiknivélin fjárhagslega stöðu viðkomandi sveitarfélags,“ segir í tilkynningu Viðskiptaráðs en reiknivélina sjálfa má nálgast hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×