Bíó og sjónvarp

Fullt hús á frumsýningu Game of Thrones

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Laufey Elíasdóttir

Fjöldi fólks lagði leið sína í Smárabíó í nótt á frumsýningu Stöðvar 2 á fyrsta þætti sjöundu þáttaraðar Game of Thrones. Þar var fyrsti þátturinn sýndur í miklum gæðum en með smá upphitun fyrst.

Áhorfendur gátu unnið til vinninga á sýningunni frá Nexus, Viking brugghús, Coca-Cola og Vodafone. Mikill áhugi var á sýningunni og fóru fyrstu 250 miðarnir sem voru í boði á innan við hálftíma eftir að opnað var fyrir skráningu fyrir áskrifendur Stöðvar 2. Þar að auki voru nokkrir miðar gefnir í útvarpi og hér á Vísi.

Ljósmyndarinn Laufey Elíasdóttir kíkti á frumsýninguna í nótt og tók myndirnar sem sjá má hér að neðan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira