Viðskipti erlent

Ítalska ríkið tekur yfir elsta banka í heimi

Atli Ísleifsson skrifar
Sex hundruð útibúum bankans verður líklegast lokað.
Sex hundruð útibúum bankans verður líklegast lokað. Vísir/AFP
Ítalska ríkið tók í dag formlega yfir þriðja stærsta banka Ítalíu, Monte dei Paschi di Siena, sem jafnframt er elsti banki í heimi.

Bankinn var stofnaður árið 1472 og hefur verið í miklum rekstrarvanda að undanförnu. Ítalska ríkið mun leggja 5,4 milljarða evra til bankans og eiga í honum 70 prósent hlutafjár.

5.500 starfsmönnum bankans verður sagt upp störfum og verður sex hundruð útibúum líklegast lokað.

Með þessari fækkun er ætlunin að fjöldi starfsfólks verði um 20 þúsund talsins árið 2021.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×