Viðskipti erlent

Google ætlar að hætta að skanna Gmail

Kjartan Kjartansson skrifar
Gmail er ókeypis tölvupóstþjónusta Google. Fyrirtækið hefur skannað innihald pósta til þess að sníða auglýsingar að hverjum notanda.
Gmail er ókeypis tölvupóstþjónusta Google. Fyrirtækið hefur skannað innihald pósta til þess að sníða auglýsingar að hverjum notanda. Vísir/EPA
Tæknirisinn Google segist ætla að hætta að fara yfir innihald tölvupósta notenda Gmail-póstþjónustunnar síðar á þessu ári. Fyrirtækið hefur skannað pósta sem eru sendir þar til að sérsníða auglýsingar að notendum.

Ástæða þessarar breytingar er sú að notendur G-Suite, fyrirtækjaþjónustu Google, töldu margir að póstar sem væru sendir með henni væru skannaðir sömuleiðis jafnvel þó að sú hafi aldrei verið raunin, að sögn Diane Greene, aðstoðarforseta Google Cloud.

Greene segir Bloomberg að breytingin eigi að eyða þessum misskilningi.

Auglýsingarnar munu þó ekki hverfa með þessu, að því er kemur fram í frétt The Guardian. Þær verða ekki lengur sniðnar að lykilorðum sem koma fyrir í póstum notenda heldur miðaðar að annarri netnotkun þeirra, leitum og staðsetningu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×